Gjöf í minningu Drafnar Friðfinnsdóttur

Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis vorum svo heppin að fá grafíklistaverk eftir Dröfn Friðfinnsdóttur að gjöf í síðustu viku.

Verkið er trérista sem heitir „Garún“ og smellpassar á nýju biðstofuna okkar.

Dröfn var grafíklistakona frá Akureyri, fædd 1946 og lést úr krabbameini árið 2000.
Hún vann mest með tréristur og dúkristur og sótti helst form og liti í náttúruna, landið og sitt nánasta umhverfi.

Við þökkum fjölskyldu Drafnar kærlega fyrir að hugsa til okkar og færa okkur þessa fallegu gjöf.