Fyrirlestur um Markþjálfun kl 19:30
14.03.2017
Sigríður Ólafsdóttir heldur fyrirlestur á morgun kl 19.30 um Markþjálfun
Hvað er markþjálfun?
- Kraftmikið verkfæri fyrir þig til að ná langt í leik og starfi
- Aðferð til að finna eða skerpa á því sem þig langar og finna leið til að komast þangað
- Leið til að laða fram það besta í þér
- Aðferð til að skilgreina hvað virkilega skiptir þig máli og hvers vegna
- Leið til að hjálpa þér að nýta tíma og orku í það sem þú vilt gera og skiptir þig mál
Markþjálfun er gott verkfæri til að læra um styrkleika sína, langanir og markmið og skoða eigin lausnir og leiðir til að ná þeim, þannig aðstoðar markþjálfinn fólk að komast að því hvaða verðmæti leynast í raun og veru innra með þeim.