FVSA færði félaginu gjöf í tilefni af eigin afmæli
Félag verslunar og skrifstofufólks fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir, en félagið var stofnað þann 2. nóvember árið 1930. Félagssvæði FVSA nær yfir Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu vestan Vaðlaheiðar. Í tilefni af afmælinu hefur verið sett upp sýning á sögu félagsins á Glerártorgi auk þess sem til stendur að gefa út bók á rafrænu formi um starfsemi FVSA.
FVSA ákvað auk þess að gefa þremur félagasamtökum peningagjöf í tilefni af eigin afmæli, en það eru Mæðrastyrksnefnd, Kvennaathvarfið og Krabbameinsfélag Akureyrar sem fengu afhenta eina milljón króna hvert. Eiður Stefánsson formaður FVSA og Eydís Bjarnadóttir tilkynntu um þessa myndarlegu gjöf í Föstudagsþætti N4, en hann má horfa á hér.
Við óskum vinum okkar hjartanlega til lukku með stórafmælið og þökkum þeim fyrir þeirra góða starf og ómetanlegt framlag til okkar.
Með góðri kveðju, stjórn og starfsmenn Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.