Fréttir af starfsemi

Opið er á skrifstofu félagsins mánudaga til fimmtudaga kl.10:00 - 16:00. Við biðjum um að gestir geri boð á undan sér og beri grímu við komuna. Sem fyrr óskum við eftir því að þeir sem finna fyrir kvefeinkennum haldi sig heima og endurbóki tímann sinn með því að hafa samband í síma 461-1470. 

Áfram verður hlé á hópastarfi, en einstaklingar geta leitað til félagsins eftir ráðgjöf og stuðning. Við tökum á móti gestum í viðtal í þjónustumiðstöðinni og bjóðum áfram upp á símaviðtöl eða viðtöl í gegnum fjarfundarbúnað. Til að panta tíma hafið samand í gegnum síma 461-1470 eða katrin@krabb.is 

 

Óska eftir símtali

Við minnum á Óska eftir símtali þjónustuna okkar. Oft getur reynst erfitt að óska eftir aðstoð og vonum við því að þessi þjónusta létti einhverjum sporin. Hér er hægt að fylla út eyðublað og senda inn rafrænt og þar með hefur þú óskað eftir því að ráðgjafi hafi samband við þig símleiðis.

Eirberg

Við bjóðum konur velkomnar í þjónustu Eirberg með gervibrjóst og ermar til að meðhöndla sogæðabjúg. Starfsmaður er með grímu og hanska á meðan mátun stendur og óskum við eftir því að gestir séu með grímu. Hafið samband í síma 461-1470 til að bóka tíma.

Heilsuefling

Hreyfing - heilsa - vellíðan á Bjargi og Göngum saman hópurinn hefur hafið göngu sína á ný eins og við sögðum frá í frétt í síðustu viku. Í viðburðadagatalinu hér á síðunni er hægt að sjá nánari upplýsingar, endilega fylgist vel með þar.

Hrúturinn/Mottumars

Hrúturinn, árlegt málþing Krabbameinfélags Akureyrar og nágrennis verður ekki haldið í ár vegna aðstæðna, en Mottumars verður haldinn hátíðlegur. Við hvetjum karlmenn til að byrja að safna yfirvaraskeggi og taka þátt í mottukeppni Krabbameinsfélagssins. Eins þætti okkur frábært ef að bæjarbúar hafa hugmynd að Covid vænni fjáröflun fyrir félagið í mars mánuði að hafa samband við okkur í síma 461-1470 eða á kaon@krabb.is

Námskeið

Stefnt er að því að halda núvitundarnámskeið með áherslu á þreytu og verki. Námskeiðið verður vikulega og hefst 8. mars til 19. apríl. Námskeiðið verður auglýst betur síðar, með fyrirvara um að því verði frestað ef að aðstæður breytast.

 

Félagið mun senda frá sér tilkynningu þegar hópastarf hefst aftur, hafið það gott.

Með bestu kveðju, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.