Framundan hjá KAON!!
Þriðjudaginn 28 mars kl 16:30-18:00 verður Signý Vala Sveinsdóttir, blóðsjúkdómalæknir með fyrirlestur um krabbamein með sérstakri áherslu á blóðkrabbamein. Einnig verður Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur með fyrirlestur um áhrif krabbameins á kynheilbrigði. Þessir fyrirlestrar eru ætlaðir þeim sem eru með krabbamein og/eða aðstandendur þeirra. Vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Fimmtudaginn 30 mars kl 19:30 kemur Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ræðir um kynlíf, breytingaskeið karla og kvenna og hjálpartæki ástarlífsins. Þessi fyrirlestur er opinn öllum og við hlökkum til að fylla húsið af hlátri og gleði.