Félagsgjöld í heimabanka
Félagsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis fengu á dögunum reikning fyrir félagsgjaldinu sendan í heimabankann, árgjaldið er 4.500 kr.
Það sem af er ári hefur félagið fundið verulega fyrir áhrifum Covid-19 og hafa fjárframlög til félagsins minnkað umtalsvert. Því er raunin sú að félagið stendur höllum fæti og biðlar því til félagsmanna að standa með sér á þessum erfiðu tímum.
Það er mikilvægt að íbúar landsbyggðarinnar eigi félag sem aðstoði þegar á þarf að halda. Með því að vera félagi ert þú ekki aðeins að lýsa stuðningi þínum við félagið og málstaðinn, heldur einnig krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.
Félagsgjöldin eru ein af fjárhagslegum grunnstoðum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og gerir því kleift að halda uppi öflugu málsvarastarfi, stuðningi við krabbameinsgreinda, fræðslu- og forvarnarstarfi, samskiptum við önnur hagsmunafélög og opinberar stofnanir er málið varðar.
Við þökkum því öllum þeim félögum sem leggja sitt af mörkum til félagsins, ykkar framlag skiptir máli. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn er bent á að klikka hér.
Með bestu kveðju, Stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.