Ert þú að ljúka krabbameinsmeðferð eða hefur nýlega lokið meðferð?

ÚT Í LÍFIÐ

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) fer af stað með námskeið fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er að ljúka eða hefur nýlega lokið meðferð (með krabbameinsmeðferð er átt við skurðaðgerð og /eða lyfjameðferð) þann 3. október næstkomandi.

Fræðsla og umræður um lífið eftir krabbameinsmeðferð. Hámark 10 manns í hóp. Byggt á aðferðum hugrænnar atferlismefðerðar.
Núvitund og slökun í byrjun og lok tíma.
Leiðbeinendur:
Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Hópurinn hittist einu sinni í viku á þriðjudögum frá 10.00 – 11.30. Fyrsti tími er þriðjudaginn 3. október næstkomandi og þar eftir vikulega til og með 5. desember 2017.
Námskeiðið fer fram í húsnæði KAON Gleraárgötu 24.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og skráningu til Regínu á netfangið reginaola@krabb.is eða í síma 461-1470 á þriðjudögum milli 13-16.
Allir þátttakendur verða boðaðir í kynningarviðtal áður en námskeið hefst.