Endurgreiðsla á íbúð eða sjúkrahóteli
20.12.2022
Endurgreiðsla á íbúð eða sjúkrahóteli
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis tekur þátt í að niðurgreiða kostnað á íbúðum og dvöl á sjúkrahóteli sem einstaklingar af okkar félagssvæði þurfa að dvelja í Reykjavík á meðan krabbameinsmeðferð stendur. Félagið gerir kröfu um að viðkomandi sé félagsmaður í Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis til að sækja um endurgreiðslu.
- Félagið endurgreiðir 50% af heildarkostnaði, að hámarki 40.000 krónur á ári.
- Ekki er greitt fyrir aðstandendur á sjúkrahóteli.
Til að fá endurgreiðslu þarf að:
- Vera félagsmaður hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, árgjald er 4.500 krónur á ári. Hægt er að gerast félagsmaður hér.
- Greiða reikninginn.
- Skila inn frumriti af reikningnum, ásamt kennitölu og reikningsnúmeri á kaon@krabb.is.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma: 461-1470 eða á kaon@krabb.is.