Eirbergs kynning og bleikt kaffiboð
18.10.2021
Fimmtudaginn, 21. október, verður Eirberg hjá okkur með fræðslu og vörukynningu.
Hægt verður að skoða vörur frá þeim, fá ráðgjöf og máta.
Það verður opið hús milli 13 og 15:30, en fræðsla frá Eirberg verður klukkan 13:30.
Boðið verður upp á bleikt bakkelsi og kaffi í tilefni bleiks októbers.
Vonandi sjáum við sem flesta!