Drög að haust dagskrá

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veturinn 2017-2018

Starfsmenn félagsins eru:

Halldóra Björg Sævarsdóttir (Dóra), framkvæmdarstjóri og textíl-framhaldsskólakennari

Katrín Ösp Jónsdóttir, verkefnastjóri og hjúkrunarfræðingur

Regína Ólafsdóttir, sálfræðingur

Sjálfboðaliðar félagsins eru:

Magnfríður S. Sigurðardóttir (Magna) , iðjuþjálfi

Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir.

Samstarfsaðili: Sigrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari. Sund á mánudögum og miðvikudögum.

Mánudagar: Leshópur (Magna) kl 13:30 Hefst 11 sept. Skrifstofan opin 13-16

-        Bókin Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi er fyrsta bók vetrarins

Sund í Akureyrarlaug, innilaug kl. 15:15-16:15 (Sigrún sjúkraþjálfari).

Þriðjudagar: ,,Aftur út í lífið“. Hópastarf fyrir fólk sem er að ljúka meðferð eða er í viðhaldsmeðferð hefst 3 október og verður vikulega (Regína).

Miðvikudagar:  Sund í Akureyrarlaug, innilaug kl. 15:15-16:15 (Sigrún sjúkraþjálfari) 

Opið kvöld fyrir aðstandendur hefst 20 september kl 20:00 og verður annan hvern miðvikudag. (Brynjólfur ogRegína)

Hópastarf fyrir fólk sem hefur misst maka úr krabbameini hefst 1. Nóv kl 20:00 verður

annan hvern miðvikudag (Sr. Hildur Eir, Katrín og Regína)

Fimmtudagar: Slökun kl 10:00- 11:00

,Skapandi handverk og spjall“ opið hús fyrir konur sem greinst hafa með

krabbamein kl 13-16. Hægt að koma með handverk og fá leiðsögn ef þarf eða

einfaldlega koma í góðan félagsskap. (Dóra) Skrifstofan er opin 13-16

Laugardagar: Opið hús fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein kl 13:30 (Brynjólfur)