Covid-19 – breytt fyrirkomulag hjá félaginu næstu vikur
Hér hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis fylgjumst við vel með tilmælum sem berast frá Landlækni og aðlögum þjónustu félagsins eftir þeim, skjólstæðingum okkar í hag. Í kjölfar nýrra Covid-19 reglna sem tóku gildi á miðnætti hefur verið tekin sú ákvörðun um að fresta hópastarfi og námskeiðum á vegum félagsins næstu vikurnar.
Eftirtaldir viðburðir falla því niður:
- Skapandi handverk og spjall, fimmtudaginn 25. mars.
- Karlahittingur þriðjudagana 30. mars og 6. apríl.
- Núvitundarnámskeið með áherslu á þreytu og verki.
- Námskeiðið Gott útlit- betri líðan (ný dagsetning auglýst síðar).
Skrifstofa félagsins verður áfram opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-16:00 en við hvetjum fólk til þess að hafa samband símleiðis vakni einhverjar spurningar. Sími félagsins er 461-1470, einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið kaon@krabb.is utan þjónustutíma og svörum við eins fljótt og auðið er.
Áfram verður hægt að panta tíma í viðtal hjá ráðgjafa og í Eirbergs þjónustu.
- Ráðgjafi er ávallt með grímu í viðtölum.
- Starfsmenn spritta og loftræsta viðtalsherbergi á milli viðtala.
- Viðtalsrými er rúmgott og því auðvelt að halda fjarlægð.
- Við bjóðum einnig upp á fjarviðtöl í gegnum viðurkennt og einfalt kerfi (Kara Connect). Þú færð sendan hlekk í tölvupósti og við það að smella á hann hefst viðtalið við þinn ráðgjafa í mynd. Það eina sem þarf er að finna sér þægilegan stað með tölvu sem hefur myndavél og hljóðnema. Ef þessi leið hentar ekki er líka alltaf hægt að eiga samtal símleiðis.
Í varúðarskyni óskum við eftir því að þeir sem leita til félagsins fylgi eftirfarandi tilmælum:
- Finnir þú fyrir kvefeinkennum eða slappleika, ert í sóttkví eða einhver í kringum þig, biðjum við þig um að vera heima og heyra í okkur símleiðis eða í gegnum tölvupóst.
- Við óskum eftir því að allir sótthreinsi hendur við komuna til okkar, sprittstandur er á veggnum á vinstri hönd þegar komið er inn.
- Við biðjum alla gesti að bera grímu við komuna til okkar.
- Við biðjum alla þá sem ekki eiga bókaðan tíma að gera boð á undan sér símleiðis.
Við tökum stöðuna aftur eftir þrjár vikur en endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna, farið varlega kæru vinir.
Bestu kveðjur, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og Nágrennis.