Starfsemi félagsins næstu daga
Hér hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis fylgjumst við vel með tilmælum sem berast frá Landlækni og aðlögum þjónustu félagsins eftir þeim, skjólstæðingum okkar í hag. Starfsemi félagsins mun því verða með eftirfarandi hætti næstu daga:
- Hópastarf og námskeið falla niður (Barnanámskeið og Út í lífið nánar auglýst síðar)
- Viðtöl hjá ráðgjafaþjónustunni falla niður og verður haft samband við þá sem eiga pantaðan tíma
- Þjónusta Eirberg fellur niður
- Jóga í Óm fellur niður - auglýsum jóga í streymi á næstu dögum
- Hreyfing - Heilsa - Vellíðan á Bjargi verður áfram að óbreyttu. Þeir sem eru í krabbameinsmeðferð eða eru með viðkvæmt ónæmiskerfi er bent á að fylgja tilmælum Landlæknis, sjá hér:
- Sundleikfimi fellur niður á morgun miðvikudaginn 18. mars og í næstu viku.
Skrifstofa félagsins verður áfram opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-16:00 og hvetjum við fólk til þess að hafa samband símleiðis vakni einhverjar spurningar. Sími félagsins er 461-1470, einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið kaon@krabb.is utan þjónustutíma og svörum við eins fljótt og auðið er.
Krabbameinsfélag Íslands hefur tekið saman svör við algengum spurningum krabbameinsgreinda vegna Covid-19: https://www.krabb.is/starfsemi/frettir-og-tilkynningar/covid-19. Þeir sem eru í krabbameinsmeðferð er bent á að hafa samband við sinn lækni, vakni spurningar varðandi meðferðina.
Í þessum aðstæðum er eðlilegt að upplifa kvíða, ótta, einmannaleika og depurð og því vert að minna á að við erum áfram til staðar fyrir okkar skjólstæðinga, krabbameinsgreinda og aðstandendur. Engin spurning er of smávægileg til að hún sé orðuð og hvetjum við ykkur til að hafa samband ef eitthvað er.
Með vinsemd, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.