Börn og ungmenni sem aðstandendur krabbameinsgreindra
Börn og ungmenni sem aðstandendur krabbameinsgreindra
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heldur námskeið fyrir börn og ungmenni sem aðstandendur krabbameinsgreindra.
Námskeiðið er fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára, sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur. Börnin fá tækifæri að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.
Á fyrsta fundinn eru foreldrar eða náinn aðstandandi velkomin með.
Námskeiðið fer fram í húsnæði KAON, Glerárgötu 24, önnur hæð.
Dagsetningar:
Föst.13.apríl, kl.15-18 og laug.14.apríl, kl.10-13. - föst. 27.apríl, kl.15-18 og laug. 28.apríl, kl.10-13.
Leiðbeinendur eru Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur.
Hámarks fjöldi barna á námskeiðið er 10. Skráning og frekari upplýsingar
á netfangið reginaola@krabb.is eða í síma 461-1470 fyrir 11.apríl.
Verkefnið er í samstarfi við Ljósið og Foreldrahús og styrkt af Norðurorku og lýðheilssusjóð.