Börn með krabbamein - fyrirlestur
Fimmtudaginn 3. október kl. 17:00-19:00 býður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis upp á fyrirlestur fyrir foreldra barna sem greinst hafa með krabbamein. Vigdísi Hrönn Viggósdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun sér um erindið.
Dagskrá
• Stutt kynning frá Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis um starfsemi félagsins.
• Erindi um síðbúnar afleiðingar barnakrabbameina - Vigdís Hrönn Viggósdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun.
• Umræður og spjall.
Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði KAON, Glerárgötu 34, 2.hæð.
Léttar veitingar í boði.
Til að geta haldið þennan fyrirlestur þarf að fá skráningu, skráning á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þarf upp nafn, fjölda og símanúmer.
Tekið er fram að foreldri/foreldrar geta tekið með sér aðstandanda ef fleiri í fjölskyldunni hafa áhuga á að fá fræðslu.
Hlökkum til að sjá ykkur!