Bleikur viðburður á Ólafsfirði – 11. október

Miðvikudaginn 11. október ætlar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis að mæta til Ólafsfjarðar í tilefni bleiks októbers.

Viðburðurinn er opinn öllum og við hvetjum fólk frá sem dæmi Dalvík og Siglufirði að koma og njóta með okkur.

Hvenær: 11. október kl.17:00-18:30.

Hvar: Menntaskólinn á Tröllaskaga, Ólafsfirði.

 

Dagskrá:

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Starfsemi félagsins kynnt.

Hreyfing og heilsa. Erindi frá Guðrúnu Arngrímsdóttur frá Sjálfsrækt. Guðrún er einkaþjálfari, jógakennari, markþjálfi og með diplómu í jákvæðri sálfræði og heilbrigði og heilsuuppeldi.

Reynslusaga. Maron Björnsson stjórnarmaður hjá félaginu segir frá sinni reynslu.

Kaffi og léttar veitingar í boði.

Starfsmenn og sjálfboðaliðar frá félaginu verða á staðnum og geta boðið upp á upplýsingar og spjall að viðburði loknum.

Við hvetjum sem flesta til að mæta.

Viðburðurinn er kostaður af Velunnarasjóð Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytinu