Bleikur október 2019
Í dag, þriðjudaginn 1.október hófst árverkni- og fjáröflunarátka Krabbameinsfélagana, Bleika slaufan, undir slagorðinu „þú ert ekki ein“.
Í átakinu er lögð áhersla á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar kona greinist með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Stuðningur fjölskyldu og vina skiptir miklu máli í öllu ferlinu, allt frá greiningu, en einnig faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds. Rannsóknir sýna að þeim vegnar betur sem fá stuðning í ferlinu.
Bleika slaufan er með nokkuð breyttu sniði í ár og í fyrsta sinn er Bleika slaufan ekki næla heldur hálsmen.
„Það var kominn á breytingar eftir 12 ár í formi nælu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins: „Við höfum reglulega heyrt af áhuga stuðningsmanna og kvenna, á að fá annars konar skartgrip og við erum viss um að þetta gullfallega hálsmen höfði til enn breiðari hóps. Við hlökkum til að sjá fólk á öllum aldri ganga með hálsmenið og sýna þannig stuðning við konur og krabbamein í verki”.
Bleika slaufan kostar 2.500 krónur og er seld á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum verslunum um land allt.
Ýmislegt fleira er um að vera á Akureyri í tilefni af bleikum október.
Dömulegir Dekurdagar fara fram helgina 3.-6.okt og er það í 11.skiptið sem dagarnir eru haldnir.
Vilborg Jóhannsdóttir og Inga Vestmann eru skipuleggjendur Dömulegra dekurdaga "Markmiðið er að glæða bæinn lífi og láta gott af okkur leiða."
Dagarnir fram með viðburðum, tilboðum, lengri opnunartíma o.fl. Fyrirtæki og einstaklingar geta keypt slaufur til að skreyta bæinn, einnig eru til sölu sjöl í Centro Akureyri og Pedromyndir ehf.
Í lok mánaðarins er allur ágóðinn tekinn saman og afhentur Krabbameinsfélag Akureyrar Og Nágrennis.
Á síðasta ári safnaðist 2.5 milljónir. Fylgist með í N4 dagskránni, en næsta blað verður bleikt og þar verður hægt að sjá allar upplýsingar um það sem verður á döfinni!
Í tilefni af bleikum október býður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í bleikt boð hjá félaginu, Glerárgötu 34, 2.hæð, fimmtudaginn 10. október kl.13:00-16:00.
Kynningar, tónlistaratriði, spjall og léttar veitingar frá Bakaríinu við Brúna í boði – allir velkomnir.
Eins hvetjum við alla, fyrirtæki sem og einstaklinga til að lýsa upp hjá sér með bleiku í október og taka þátt í bleika deginum föstudaginn 11. október.