Barnanámskeið

Námskeið fyrir börn sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur krabbameinsgreindra.
Börnin fá tækifæri til að skapa, upplifa og tjá sig í gegnum Pouring Technique. Fjölskyldan og ást verður viðfangsefnið.

Námskeiðið er föstudaginn 15. nóvember og föstudaginn 22. nóvember kl.14:00-16:00 og lýkur svo með jólaskemmtun 5. desember. Með barni þarf að vera aðstandandi.


Námskeiðið fer fram í húsnæði KAON Glerárgötu 34.

Leiðbeinendur eru Rósa Matthíasdóttir ásamt Katrínu Ösp Jónsdóttur og Regínu Ólafsdóttur starfsmönnum KAON.

Skráning og frekari upplýsingar á katrin@krabb.is eða í síma 461-1470 á milli kl.10-16. Lágmarks þátttaka eru 6 börn.