Auktu heilbrigðið með örfáum breytingum – fyrirlestur og búðarferð

Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.

Auktu heilbrigðið með örfáum breytingum – fyrirlestur og búðarferð

Krabbameinsfélagið vill aðstoða fólk við að breyta líðan og lífstíl með einungis örfáum breytingum á mataræði. Við fáum Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðing frá Krabbameinsfélaginu í heimsókn til okkar í mars og mun hann bæði halda fyrirlestur og bjóða upp á ráðleggingar við innkaup í sérstökum matvörubúðarferðum. Fyrirlesturinn og búðarferðin er ókeypis og öllum opinn. Við vonumst til að sem flestir nýti sér þetta tækifæri til að stíga heilsueflandi skref inn í nýtt ár.

Fyrirlestur

Viltu læra meira um krabbamein og hvernig hægt er að minnka líkurnar á því að fá krabbamein yfir höfuð til dæmis með hreyfingu að vopni? Viltu læra ný handtök þegar kemur að góðri næringu, handtök sem geta skipt miklu máli í sókninni í átt að heilbrigðum lífsstíl?

Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu heldur fyrirlestur þriðjudaginn 5. mars kl. 19:30 á Amtsbókasafninu.

Steinar hefur um árabil látið næringu landsmanna sig varða og kemur með einfaldar uppástungur að breyttum áherslum í næringunni sem skipt geta miklu máli í heilsueflingu.

Skráning nauðsynleg á kaon@krabb.is eða í síma 461 1470.

 

Búðarferð

Viltu fá ráð hvernig hægt er með einföldum hætti að velja hollari mat þegar þú ferð að versla?

Krabbameinsfélagið býður upp á svokallaðar matvörubúðarferðir þar sem næringarfræðingur leiðir lítinn hóp í gegnum matvörubúð. Tilgangurinn er að veita almenningi innsýn inn í einfaldar leiðir sem hægt er að nota þegar verslað er, leiðir sem stuðla að því að betri og hollari matur lendir ofan í innkaupakörfunni.

Hvenær þriðjudaginn 5. mars kl. 09:30-11:00.

Skráning nauðsynleg á kaon@krabb.is eða í síma 461 1470.

Verslunarferðirnar eru gjaldfrjálsar en ef þátttakendur vilja versla sjálfir inn á meðan búðarferðinni stendur þá skal það tekið fram að hver og einn greiðir fyrir sína körfu.