Aðventugangan hans Einars – styrkjum hann!

Mynd: austurfrétt.is, Einar Skúlason.
Mynd: austurfrétt.is, Einar Skúlason.

Einar Skúlason gengur gamla póstleið frá Seyðisfirði til Akureyrar til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyar og nágrennis. Vegalengd gönguleiðarinnar er ca 280 km og þar sem allra veðra er von og auk þess svartasta skammdegið þá er gert ráð fyrir að gangan taki 12-16 daga.

Einar gengur með allt á bakinu og mun tjalda þegar ekki býðst að gista í húsi. Meðal viðkomustaða verða Egilsstaðir, Fjallssel ofan Fellabæjar, Skeggjastaðir og Skjöldólfsstaðir í Jökuldal, Sænautasel á Jökuldalsheiði, Möðrudalur á Fjöllum, Reykjahlíð í Mývatnssveit, Arndísarstaðir og Fosshóll í Bárðardal, Ljósavatnsskarð, Sigríðarstaðir, mynni Fnjóskadals, yfir Vaðlaheiði og endað á Akureyri fyrir jól. 

Þar sem Einar er lagður af stað er ekki lengur hægt að kaupa jólakort í pokann hjá honum, en það er ennþá hægt að styrkja verkefnið, bæði með því að panta jólakveðju sem kemur inn á heimasíðu félagssins og með því að kaupa jólakort.

Til að senda hvatningar- og jólakveðju sem birtist á þessari síðu.

  - Sendið kveðju á kaon@krabb.is

  - Greiðslur fara þannig fram að millifært er á eftirfarandi reikning í eigu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis: rn:0302-13-301557  kt:520281-0109

 Frjáls framlög eru með slíkum kveðjum. 

 

Eins er hægt að kaupa jólakortið sem hannað er af Lindu Guðlaugsdóttur Listamanni fyrir verkefnið. Kortið sýnir útlínur Herðubreiðar.

 - 10. stk í pakka á 5.000 kr.

 - Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu félagsins.

Skrifstofan er opin frá kl.10:00- 14:00 mánudaga til fimmtudaga.

 

 

Við hvejum alla til að fylgjast með Einari vinna þetta magnaða verkefni og að sjálfsögðu að styrkja hann.

 

Hér er hægt að fylgjast með honum á gervihnattasendi: https://share.garmin.com/einarsk?fbclid=IwAR1O1uHW5u9-K7XRIWD8pRq71Sk0MkdlwvqEpHslX5FENdvbuDLsGWtVQrc

 

Hér er facebook síðan sem hann setur inn reglulegar uppfærslur af göngunni: https://www.facebook.com/postleidin