Starfsemi félagsins og boð á aðalfund

Starfsemi félagsins fer nú hægt og rólega af stað. Opið er fyrir tímabókanir í viðtöl og Eirbergsþjónustu í síma 461-1470. Skapandi handverk og spjall hófst í dag og var ánægjulegt að sjá hversu margar konur sáu sér fært að mæta. Á laugardaginn koma svo Kátir Karlar saman á hefðbundnum tíma kl. 13:30. Gætt er að því að hafa tvo metra á milli sæta, spritt er við inngang og í almennu rými og hvetjum við gesti til þess að virða mörk annara m.t.t. tveggja metra reglunnar.

Boðað var til aðalfundar þriðjudaginn 19. maí kl. 20:00 með tilkynningu í Vikudegi í síðustu viku. Atkvæðisrétt á aðalfundi, auk stjórnar, hafa allir þeir sem greitt hafa árgjald stíðastliðins starfsárs til félagsins og eru félagsmenn hvattir til þess að sækja fundinn og láta starfsemi félagsins sig varða. Á dagskrá er, auk hefðbundinna dagskrárliða, lagabreytingar og kosning formanns. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu félagsins, Glerárgötu 34, annari hæð. 

Með bestu kveðju, starfsmenn félagsins.