Á döfinni í janúar 2024

Á döfinni í janúar 2024

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis veitir fólki sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu.

Félagið býður upp á stuðning og ráðgjöf í formi viðtala, skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fræðslu, fjölbreytt námskeið, heilsueflingu, jafningjastuðning í karla- og kvennahópum og ýmsa aðra viðburði.

Eirberg er með aðstöðu á skrifstofunni og sér hjúkrunarfræðingur um að aðstoða konur sem hafa farið í fleygskurð eða brjóstnám með ráðleggingar um gervibrjóst, brjóstahaldara og ermar til þess að meðhöndla sogæðabjúg.

Skrifstofa Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis er opin frá kl.10:00-14:00 mánudaga til fimmtudaga. Viðtöl hjá Ráðgjafa og Eirbergsþjónusta er í boði frá kl.09:00-16:00.

 

Yoga Nidra

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum upp á Yoga Nidra slökunarnámskeið hjá Sjálfsrækt.

Yoga nidra er djúpslökun þar sem kennari leiðir iðkendur í hugleiðsluferðalag. Legið er á dýnum á gólfi, notast er við púða til stuðnings við líkamann og í boði er að nota teppi og augnhvílur. Hver tími er 60 mínútur.

Tvær tímasetningar eru í boði:

Á þriðjudögum kl.12:10 í 8 skipti, hefst 9. janúar.

Á miðvikudögum kl.16:20 í 8 skipti, hefst 10. janúar.

Tímarnir eru í húsnæði Sjálfsrækt, Brekkugötu 3.

Skráning á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þar upp nafn, kennitölu, símanúmer og tölvupóst.

Takmörkuð pláss í boði. Þátttaka er ókeypis fyrir skráða félagsmenn.

Námskeiðin eru kostuð af Heilsueflingarsjóð sem er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar, sem fjármagnar sjóðinn.

 

Leshópur

Leshópur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis hefst miðvikudaginn 10. janúar, kl.10:30 á skrifstofu félagsins. Hópurinn ætlar að lesa Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Margrét Baldursdóttir sjálfboðaliði stýrir hópnum.

Facebook síða hópsins: https://www.facebook.com/groups/772243669878124

Það þarf ekki að skrá sig í hópinn og nóg er bara að mæta og taka þátt. Tekið er vel á móti nýjum meðlimum. Bækur, spjall & kaffi.

 

Félagsráðgjafi

Fimmtudaginn 11. janúar verður Harpa Ásdís félagsráðgjafi hjá ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins hjá okkur á Akureyri.

Þeir sem hafa áhuga og geta nýtt sér þessa þjónustu er bent á að bóka viðtal í síma 461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is. Gefa þarf upp nafn og símanúmer.

Harpa sinnir félagsráðgjöf og hefur lokið viðbótarnámi í hugrænni atferlismeðferð og hefur mikla reynslu á að vinna með kvíða og þunglyndi.

 

Hópastarf

Kvenna- og karlahópar fara aftur af stað í janúar.

 

Hópur fyrir karla sem greinst hafa með krabbamein

Hópurinn hittist á laugardögum frá kl.13:00-15:00 í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34. Fyrsti hittingur er laugardaginn 13. janúar.

Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta.

Sjálfboðaliði leiðir hópinn, nýjir félagar velkomnir! Kaffi og spjall í góðum félagsskap.

 

Skapandi handverk og spjall - konur

Hópurinn hittist á fimmtudögum kl.13:30, staðsetning auglýst síðar. Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 11. janúar.

Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta.

Sjálfboðaliði leiðir hópinn, nýjir félagar velkomnir! Kaffi og spjall í góðum félagsskap.

 

Fjarnámskeið frá Kí -  Markmiðasetning og jákvæð sálfræði

Fjarnámskeiðið verður mánudaginn 22. janúar kl.13:00 - 15:00 og er ætlað fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Þátttaka ókeypis.

Til þess að nýta námskeiðið sem best mælum við með að þú verðir þér út um dagbók MUNUM unnið er uppúr henni, hún hönnuð með það að leiðarljósi að hámarka líkur á árangri og efla jákvæða hugsun. Bókin fæst í öllu helstu bókaverslunum og á munum.is

Leiðbeinendur eru: Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir markaðsfræðingur.

Skráning nauðsynleg á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

 

Hjálpartækja kynning

Þórunn Sif Héðinsdóttir og Jóhanna Mjöll Björnsdóttir iðjuþjálfar verða með kynningu á helstu hjálpartækjum og hvernig hægt er að sækja um stuðningsþjónustu hjá Akureyrarbæ. Mjög gagnlegur fyrirlestur þar sem sniðugar lausnir eru kynntar til að auðvelda daglegar athafnir.  

Fimmtudaginn 25. janúar kl.13:00 á Amtsbókasafninu.

Opinn fyrirlestur, öll velkomin.

 

Námskeið fyrir einstaklinga sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð

Námskeiðið hefst 31. janúar og er vikulega í þrjú skipti á miðvikudögum kl.10:00-12:15.

Námskeiðið er vettvangur til að hitta jafningja og fá fræðslu. Málefni sem verður farið yfir er t.d. líf í kjölfar krabbameins, mikilvægi hreyfingar, næringar og andlegrar vellíðunnar.

Umsjón með námskeiðinu hefur Jenný Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur ásamt fleiri leiðbeinendum.

Hægt er að skrá sig með því að hringja í síma 461-1470 eða senda tölvupóst á kaon@krabb.is. Gefa þarf upp fullt nafn og símanúmer.

Það er ekkert þátttökugjald, námskeiðið styrkt af Velunnurum Krabbameinsfélagsins.

 

Allir viðburðir verða auglýstir betur síðar, endilega fylgist með heimasíðunni og hér er hægt að skrá sig á póstlista til að fá allar fréttir sendar.

Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar s: 461-1470 eða á kaon@krabb.is