- 153 stk.
- 16.10.2018
Krabbameinsfélag Akureyar og nágrennis vill þakka öllum þeim sem komu og fögnuðu með okkur á bleika opnunardaginn hjá okkur í nýja húsnæðinu að Glerárgötu 34, á föstudaginn 12. október.
Nýja húsnæðið var vígt og haldið upp á bleika daginn, á annað hundrað gestir mættu og áttu notalega stund með okkur. Formaður félagsins Guðrún Dóra Clark hélt tölu og var Halldóra Björg framkvæmdarstjóri heiðruð með gjöf fyrir vel unnin frumkvöðla störf í þágu félagsins ásamt því að Árni hjá Raftákn fékk þakklætis vott fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur í húsnæðismálum. Tónlistarfólkið Björn Reynisson og Hafdís spiluðu nokkur hugljúf lög og Hildur Ingólfs hélt ræðu um handverkshópinn góða. Nemendur frá tónlistarskóla Akureyrar sáu svo um að flytja okkur nokkur lög á fiðlur.
Bakaríið við brúna sá um bakkelsi, Ölgerðin og Kaffibrennslan um drykki.
Þetta var yndisleg stund og frábært að sjá hversu margir sáu sér fært um að mæta og eiga þessa stund með okkur, okkur er þakklæti efst í huga og við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni í nýju húsnæði.