Tilkynning vegna Covid-19 - breyting á þjónustu
Starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis hafa tekið ákvörðun um að fresta föstum viðburðum, námskeiðum og fræðslufundum á vegum félagsins út þessa viku. Eftirtaldir viðburðir falla því niður:
- Hádegisfræðsla á miðvikudaginn 11. mars.
- Jóga í Óm, fimmtudaginn 12. mars.
- Skapandi handverk og spjall fimmtudaginn 12. mars.
- Kátir Karlar 14. mars.
Í varúðarskyni óskum við að auki eftir því að þeir sem leita til félagsins fylgi eftirfarandi tilmælum:
- Passið handþvott og notið spritt
- Virðið ósk starfsmanna um að láta af faðmlögum og handaböndum um sinn
- Endurbókið tíma ykkar verðið þið vör við flensueinkenni
- Verið vakandi fyrir þeim svæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði og forðist að vera í kringum fólk sem hefur dvalið þar.
Sóttvarnarlæknir hefur gefið út nýjar leiðbeiningar til einstaklinga með undirliggjandi vandamál vegna aukinnar hættu á alvarlegri sýkingu, smitist þeir af COVID-19. Er þeim meðal annars bent á að halda sig sem mest heima við, jafnvel þó að ekki sé samkomubann fyrir almenning. Sjá nánar hér.
Um leið og við höldum ró okkar vegna COVID-19 veirunnar erum við jafnframt vakandi yfir framþróun hennar. Staðan er metin daglega til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar stuðning, viðburði og fræðslu, þar sem hluti af þeim hóp hefur skert ónæmiskerfi vegna veikinda eða krabbameinsmeðferðar.
Við hvetjum okkar skjólstæðinga, sem eru með undirliggjandi vandamál og/eða veikt ónæmiskerfi, til þess að fylgja tilmælum sóttvarnarlæknis. Til að mæta þörfum þeirra bjóðum við nú aukna þjónustu með viðtölum símleiðis, óski skjólstæðingar eftir því.
Símanúmer Krabbameinsfélags Akureyrar og Nágrennis er: 461-1470 og netfangið kaon@krabb.is
Með von um að þið aðstoðið okkur við að sýna ábyrgð í þessum aðstæðum
Starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og Nágrennis.