Námskeið fyrir börn sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heldur námskeið fyrir börn sem eiga það sameiginlegt að eiga nákominn sem greinst hefur með krabbamein. Á námskeiðinu fá börnin tækifæri til að opna á sínar tilfinningar með því að skapa, upplifa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Mikil ánægja hefur verið með námskeiðið, en það er nú haldið í þriðja sinn.
Við hvetjum foreldra til þess að skrá börn sín sem fyrst í síma 461-1470, miðað er við að barn hafi náð sex ára aldri. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Námskeiðið fer fram í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, önnur hæð.
Dagsetningar:
Föstudagur 18. september, kl.16-19 og laugardagur 19. september kl.10-13
Föstudagur 2. október, kl.16-19 og laugardagur 3. október kl.10-13
Leiðbeinendur eru Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu þá geta orðið breytingar á námskeiðinu með stuttum fyrirvara.
Skráning og frekari upplýsingar á netfangið katrin@krabb.is eða í síma 461-1470 fyrir 11.09.2020.
Verkefnið er í samstarfi við Ljósið og Foreldrahús og styrkt af Heilbrigðisráðuneytinu og Lýðheilsusjóði