Kransanámskeið og skrautritunarnámskeið

Alma og Vaiva
Alma og Vaiva

Kransanámskeið

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Ölmu Lilju Ævarsdóttur blómahönnuð og eiganda blómaverkstæðisins Salvíu bjóða upp á kransanámskeið.

Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að binda sinn eigin krans og verða fær um að gera sína eigin kransa. Hráefni í krans er innifalið í námskeiðinu og þátttakendur fara heim með sinn krans í lok námskeiðs.

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Í boði verða léttar veitingar.

Hvenær: Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 16:00-19:00.
Hvar: Skrifstofu félagsins, Glerárgötu 34.


Skráning: Með því að senda tölvupóst á kaon@krabb.is eða hringja í síma: 461-1470.

 

Skrautritunarnámskeið

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Vaivu hjá Studio Vast bjóða upp á skrautritunarnámskeið. Vaiva er grafískur hönnuður og skrautritari með mikla ástríðu á leturgerðum og nútímalegri skrautritun. Á námskeiðinu er æfð skrautritun með gæða brush penna og teiknipenna en þeir eru einfaldir í notkun og svo er hægt að halda áfram að æfa sig heima.  

Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Í boði verða léttar veitingar.

Hvenær: Miðvikudaginn 22. nóvember kl. 16:00-19:00.
Hvar: Skrifstofu félagsins, Glerárgötu 34.


Skráning: Með því að senda tölvupóst á kaon@krabb.is eða hringja í síma: 461-1470.

Efniskostnaður er 2.000 kr. á mann og pennarnir fylgja heim. Þau sem hafa komið á námskeið áður og eiga pennana þurfa ekki borga efniskostnað.