Eining-Iðja - Gjöf
Eining-Iðja – Gjöf
Laugardaginn 10. febrúar sl. hélt félagið Eining-Iðja útgáfuhátíð í Menningarhúsinu HOFI í tilefni af útkomu bókarinnar „Til starfs og stórra sigra“ – Saga Einingar-Iðju 1906-2004.
Sérstakur gestur hátíðarinnar var forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, sem flutti erindi og tók við fyrsta eintaki bókarinnar.
Í tilefni af úgáfunni afhenti Eining-Iðja nokkrum félögum, þar á meðal Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis veglega peningagjöf að upphæð 1.000.000 kr.
Hlíf Guðmundsdóttir formaður Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins.
Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis þökkum Einingu-Iðju fyrir ómetanlegan stuðning við starf félagsins.
Mikil gleði og þakklæti einkenndi daginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.