Takk fyrir frábært Kótilettukvöld!

Takk fyrir frábært Kótilettukvöld!

Fimmtudaginn 23. mars hélt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Kótilettukvöld í tilefni Mottumars, til styrktar félaginu.

Viðburðurinn var haldinn á Vitanum mathús og heppnaðist mjög vel, takk kærlega fyrir komuna öll sem eitt!

Boðið var upp á kótilettuveislu með kótilettum frá Kjarnafæði Norðlenska, meðlæti frá Innes og hægt var að kaupa sér drykki á barnum.

Villi Vandræðaskáld veislustýrði og sá til þess að allir fóru hlæjandi heim.

Raddir Kalla sungu nokkur vel valin lög og Guðrún Arngríms, Maja Eir og Halli tóku nokkur hress lög í lokin.

Happdrættið var á sýnum stað með glæsilegum vinningum.  Aðgangsmiðinn var happdrættismiði en einnig var hægt að kaupa sér auka miða á 1.000 krónur. Happdættis miðarnir seldust vel enda til mikils að vinna!

Á viðburðinum voru seldir mottumarssokkar og Hörður frá Mynthringar og allskonar seldi vörur úr gamalli mynt til styrktar félaginu.

KEA, Kótilettufélag eðal Akureyringa, mættu á svæðið með fulltrúa og færðu félaginu peningagjöf að andvirði 150.000 kr. við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn og að taka þátt í okkar kótilettukvöldi.

„Það rann upp fyrir mér þar sem ég sat þarna í salnum hversu ómetanlegt það er fyrir félag eins og Krabbameinsfélag Akureyris og nágrennis að hafa þennan ríka stuðning frá því samfélagi sem hér er. Þarna var saman komið hópur fólks sem átti að minnsta kosti tvennt sameiginlegt; dálæti á kótilettum og ómetanlega velvild í garð Krabbameinsfélagsins. Ekki má heldur gleyma stuðningi þeirra fyrirtækja sem sáu sér fært að leggja til glæsilega happadrættisvinninga en það skiptir félag eins og Krabbameinsfélag Akureyrar miklu máli til að halda úti stuðningi við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Þessi kvöldstund var ákaflega notaleg fyrir margra þátta sakir – frábær skemmtiatriði, veislustjórn til fyrirmyndar, frábær matur og þjónusta frá Vitanum og svo má ekki gleyma góðum undirbúningi starfsfólks félagsins“ segir Selma Dögg Sigurjónsdóttir formaður Krabbameinsfélags Akureyris og nágrennis.

 

Styrktaraðilar kvöldsins:

Vitinn Mathús

Kjarnafæði Norðlenska

Innnes

Kaffibrennslan

Matur og mörk

MS

Grand þvottur

Heilsu og sálfræðiþjónustan

Niceair

Bónstöð Jonna

Hrönn Einarsdóttir myndlistakona

Berjaya hótel

Hlíðarfjall

Verkfærasalan

World Class

Eirberg

Ketilkaffi

Marta Kristín förðunarfræðingur

Sjúkranudd og neglur

Heilsudís

Salsa North

Heilbrigð Húð

 

Starfsfólk og stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakkar öllum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!

 

Ljósmyndir: Heiða Sveinsdóttir.